HVILFT sinnir hagsmunagæslu og ráðgjöf á sviði opinbers starfsmannaréttar og vinnuréttar fyrir launþega, vinnuveitendur, stéttarfélög og stofnanir.
Í vinnuréttarsamböndum geta komið upp margskonar álita- og ágreiningsmál þar sem reynir m.a. á túlkun vinnuréttarlöggjafar, kjarasamninga og annarra samninga.
HVILFT veitir faglega og persónulega þjónustu á þessu viðkvæma réttarsviði þar sem oft er þörf á að bregðast hratt við.