Hjúskapur og sambúð

HVILFT veitir allhliða ráðgjöf og aðstoð í málum varðandi stofnun og slit hjúskapar eða sambúðar.


Skilnaður:

Ef hjón eru sammála um að skilja er hægt að leita til sýslumanns í því skyni en ef hjón eru ósammála er hægt að krefjast skilnaðar fyrir dómstólum. Hjón þurfa að gera upp við sig hvort þau óski eftir skilnaði að borði og sæng eða lögskilnaði.


Til þess að fá leyfi til skilnaðar þarf að liggja fyrir samningur hjóna um fjárksipti eða beiðni um leyfi til opinberra skipta vegna skilnaðar. Helmingaskiptareglan er meginregla við skipti á eignum og skuldum.


Ef hjón eiga saman börn þurfa þau einnig að semja um eða leita úrlausnar sýslumanns um:


  • Forsjá barna
  • Lögheimili og fasta búsetu
  • Umgengnisrétt
  • Meðlagsgreiðslur


Slit á óvígðri sambúð:

Við slit á sambúð þarf að huga að fjárslitum og ná samkomulagi um skipti eigna og skulda. Meginreglan um helmingaskipti er ekki lögbundin við sambúðarslit. Nái aðilar ekki samkomulagi um skipti er hægt að fara fram á opinber skipti til fjárslita.


Ef aðilar eiga saman börn þarf einnig að semja um eða leita úrlausnar sýslumanns um:


  • Forsjá barna
  • Lögheimili og fasta búsetu
  • Umgengnisrétt
  • Meðlagsgreiðslur

Fáðu ráðgjöf

Hjá Hvilft færðu persónulega og faglega ráðgjöf á flestum sviðum lögfræðinnar. Hvort sem þú ert að leita eftir almennri ráðgjöf eða vilt fá aðstoð við meðferð máls hjá stjórnvöldum eða fyrir dómstólum þá getur þú leitað ráðgjafar hjá stofunni.