Skip links

Persónuvernd

Vinnsla persónuupplýsinga er oft á tíðum mikilvægur þáttur í starfsemi stofnana og fyrirtækja og geta slíkar upplýsingar falið í sér mikið verðmæti. Ríkar skyldur hvíla á þeim aðilum sem vinna með persónuupplýsingar samkvæmt íslenskri löggjöf. Á umliðnum árum hefur persónuverndarlöggjöf tekið miklum breytingum og nýjar skyldur hafa verið lagðar á ábyrgðaraðila og vinnsluaðila persónuupplýsinga.

Öll fyrirtæki og stofnanir þurfa nú að geta sýnt fram á að með hvaða hætti starfsemi þeirra samræmist kröfum persónuverndarlöggjafarinnar.

Persónuverndarlöggjöf hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum og mikilvægi persónuverndar hefur aukist í margvíslegum skilningi. Allir þeir sem vinna með persónuupplýsingar, hvort sem það eru fyrirtæki, stofnanir eða aðrir, þurfa að huga að því að vinnslan samrýmist kröfum laganna og mikilvægt er að geta sýnt fram á framfylgni.

HVILFT tekur að sér að gegna hlutverki persónuverndarfulltrúa fyrir stofnanir og fyrirtæki.

Þá sérhæfir HVILFT  sig í ráðgjöf og fræðslu á sviði persónuverndar. Þetta getur m.a. falið í sér:

  • Aðstoð við greiningu á vinnslu persónuupplýsinga og gerð vinnsluskrá fyrir ábyrgðaraðila og vinnsluaðila persónuupplýsinga.
  • Ráðgjöf við gerð vinnslusamninga.
  • Greining á öryggi við vinnslu persónuupplýsinga og ráðgjöf um úrbætur.
  • Ráðgjöf við gerð mats á áhrifum á persónuvernd (MÁP).
  • Fræðsla til starfsfólks sem vinnur með persónuupplýsingar.
  • Greining á lögmæti vinnslu persónuupplýsinga og aðstoð við að tryggja fullnægjandi hlítingu við lög og reglur á sviði persónuverndar.

Fáðu ráðgjöf

Hjá Hvilft færðu persónulega og faglega ráðgjöf á flestum sviðum lögfræðinnar. Hvort sem þú ert að leita eftir almennri ráðgjöf eða vilt fá aðstoð við meðferð máls hjá stjórnvöldum eða fyrir dómstólum þá getur þú leitað ráðgjafar hjá stofunni.